Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Daði Már sækir vorfundi AGS og Alþjóðabankans

Fjármála- og efnahagsráðherra á fundi Aljþóðabankans í Washington í dag.  - mynd

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur næstu daga þátt í vorfundum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington. Staða og þróun efnahagsmála á heimsvísu er helsta umræðuefni fundanna. Ráðherra fundar m.a. með fjármálaráðherrum, lánshæfismatsfyrirtækjum og yfirmönnum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Á dagskrá vorfundanna eru m.a helstu áskoranir í alþjóðahagkerfinu og fjármálamörkuðum um þessar mundir og leiðir til að efla alþjóðlega samvinnu.

Meðal þeirra funda sem Daði Már sækir er ráðherrafundur um efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Sérstök Úkraínustefna var samþykkt á Alþingi með stuðningi allra flokka í apríl 2024, en þar var hvatt til þess að stuðningur Úkraínu skyldi vera sambærilegur stuðningi hinna Norðurlandanna. Því marki verður náð á þessu ári þegar framlög til öryggis- og varnartengdra verkefna munu nema 3,6 milljörðum króna.

Enn fremur fundar ráðherra með alþjóðlegum vettvangi fjármálaráðherra um loftslagsmál, sem haldinn er í tengslum við vorfundinn. Alþjóðlegur samráðsvettvangur fjármálaráðherra um loftslagsmál var settur á stofn árið 2019 og hefur Ísland verið aðili frá upphafi. Honum er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaðar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta