Opið fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera
Búið er að opna fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera fyrir árið 2025 og hægt senda inn tilnefningar til 6. maí. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði.
Til opinberrar nýsköpunar telst umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapa eða auka virði í starfsemi hins opinbera. Tilnefna má til verðlauna í eftirfarandi flokkum:
- Einstakling í opinberri starfsemi
- Ráðuneyti /Ríkisstofnun
- Sveitarfélag/Stofnun sveitarfélags
- Opinbert hlutafélag
Dómnefnd 2025
Tilnefningarnar verða metnar af dómnefnd sem í sitja fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Fjársýslunnar og verðlaunahafar síðasta árs. Í dómnefnd sitja:
- Ingþór Karl Eiríksson – forstjóri Fjársýslunnar (formaður)
- Íris Huld Christersdóttir – sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Bryndís Pétursdóttir – verkefnastjóri Sýslumannaráðs (verðlaunahafi 2024)
- Styrmir Erlingsson – framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar (verðlaunahafi 2024)
- Bragi Bjarnason – bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar (verðlaunahafi 2024)
Verðlaunin verða afhent 13. maí næstkomandi.
Senda inn tilnefningu til verðlaunanna.