Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2025 Utanríkisráðuneytið

Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík vegna æfingar

HNLMS Tromp frá Hollandi er á meðal skipa sem væntanleg eru til hafnar í Reykjavík. - mynd

Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins hófu að koma til hafnar í Reykjavík í morgun en skipin eru hingað komin til að taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem hefst eftir helgi og er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins. 

Æfingin er árleg og fer fram suður af landinu og á hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. 
Dynamic Mongoose hefst formlega á mánudag og stendur til 9. maí. Ísland er gestgjafi æfingarinnar að þessu sinni. 

Landhelgisgæsla Íslands hefur annast skipulagningu æfingarinnar í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi.

Herskipin sem eru væntanleg til hafnar í Reykjavík í dag eru skipin HNLMS Tromp frá Hollandi, FGS Bayern og FGS Rhön frá Þýskalandi, ORP General Kazimierz Pulaski frá Póllandi auk þýsks kafbáts. Þrjú skipanna eru hluti af fastaflota NATO (SNMG1). Þá mun varðskipið Freyja taka þátt í æfingunni auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta