Mikilvæg menntasamskipti á vettvangi Fulbright
Öldungardeildarþingmaðurinn J. William Fulbright var hvatamaður þess að gerðir voru tvíhliða samningar milli Bandaríkjanna og annarra þjóða um að efla samskipti á sviði menntamála í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Nú eru Fulbright stofnanir starfandi í 51 landi og hafa auk þess 89 aðrar þjóðir undirritað Fulbright samninginn.
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna var sett á laggirnar árið 1957, alls eru styrkþegar hennar orðnir um 1400 af báðum þjóðernum. Stofnunin starfar með fjárveitingum beggja samningsaðila.
Þeir sem hljóta styrkina nú hyggja á fjölbreytt nám en þeir eru:
Dr. Árni Heimir Ingólfsson, styrkur til rannsóknarstarfa á sviði tónlistarsögu við Yale háskóla.
Dr. Gísli Kort Kristófersson, styrkur til rannsóknarstarfa á sviði geðhjúkrunarfræði við Minnesota háskóla.
Erna Vala Arnardóttir, styrkur til doktorsnáms í tónlist við Suður-Kaliforníu háskóla.
Kristján Páll Guðmundsson, styrkur til masters- og doktorsnáms í sagnfræði við Columbia háskóla.
Ingvi Hrannar Ómarsson, styrkur til mastersnáms í kennslufræðum við Stanford háskóla.
Sóley Kaldal, styrkur til mastersnáms í alþjóðasamskiptum við Yale háskóla.
Lenya Rún Taha Karim, styrkur til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi við Tennessee háskóla.
Elísa Sverrisdóttir, styrkur til þátttöku í undirbúningsnámskeiði fyrir háskólanám við St. Cloud háskóla.
Katrín Ósk Einarsdóttir, styrkur til þátttöku í undirbúningsnámskeiði fyrir háskólanám við Wisconsin háskóla.