Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ný nefnd um málefni heimsminja

Meðal þess sem til skoðunar er að tilnefna eru íslenskar torfbyggingar.  - myndMynd/ Upplifðu Norðurland.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja nefnd um málefni heimsminja.

Hlutverk nefndarinnar er að vera vettvangur samráðs um heimsminjar hér á landi og vera ráðuneytinu til ráðgjafar við framkvæmd heimsminjasamnings UNESCO. Í því felst meðal annars að fjalla um endurskoðun yfirlitsskrár heimsminja (e. tentative list), ræða forgangsröðun nýrra tilnefninga áður en tillaga er gerð til ráðherra og fylgjast með gerð nýrra tilnefninga á heimsminjaskrána – sé það vilji ríkisstjórnar. Einnig er nýrri nefnd ætlað að styrkja samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila og stuðla að aukinni þekkingu almennings á heimsminjum og heimsminjasamningi UNESCO.

Nefndina skipa:
Rúnar Leifsson, formaður og tengiliður mennta- og menningarmálaráðuneytis við UNESCO vegna heimsminjasamnings.
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, ritari íslensku UNESCO nefndarinnar
Einar Á.E. Sæmundsson þjóðgarðsvörður Þingvallaþjóðgarðs,
Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands,
Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður,
Ólafur Arnar Jónsson tilnefndur af Umhverfisstofnun,
Sigurður Á. Þráinsson tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Skipunartími nefndarinnar er til 28. febrúar 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta