Mannanafnanefnd, úrskurðir 15. september 2005
Fundagerð
Fundur í mannanafnanefnd haldinn 15. september 2005 í húsakynnum Orðabókar Háskóla Íslands, Neshaga 16, Reykjavík. Fundur hófst kl. 12:15. Mætt voru Aðalheiður Jóhannsdóttir (AJ), Guðrún Kvaran (GK) og Haraldur Bernharðsson (HB).
Mál nr. 82/2005
Eiginnafn: Artúr (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Artúr tekur eignarfallsendingu (Artúrs) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Artúr er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá."
Mál nr. 83/2005
Eiginnafn: Kilian (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Kilian (í stað Kiljan eða Kilían) telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfyllir þ.a.l. ekki ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Kilian er hafnað."
Mál nr. 84/2005
Eiginnafn: Kendra (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Kendra tekur eignarfallsendingu (Kendru) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Kendra er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá."
Mál nr. 85/2005
Eiginnafn: Daggrós (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Daggrós tekur eignarfallsendingu (Daggrósar) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Daggrós er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá."
Mál nr. 86/2005
Eiginnafn: Theresa (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Theresa (ef. Theresu) telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls en telst hafa unnið sér hefð í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sbr. og vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Theresa er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá."
Mál nr. 87/2005
Eiginnafn: Francis (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Francis (ef. Francis) er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls en telst hafa unnið sér hefð í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, sbr. og vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Francis er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá."
Mál nr. 88/2005
Eiginnafn: Dominic (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Dominic telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og hefur ekki unnið sér hefð í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sbr. og vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Dominic er hafnað."
Mál nr. 89/2005
Eiginnafn: Silla (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Silla (ef. Sillu) telst uppfylla ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Silla er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá."
Mál nr. 90/2005
Eiginnafn: Lisbeth (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Lisbeth er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og hefur ekki unnið sér hefð í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sbr. og vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Lisbeth er hafnað."
Nefndin fjallaði um bréf xxx frá xxx vegna niðurstöðu um nafnið Eleonora og samþykkti að svara ráðuneytinu bréflega.
Fleira gerðist ekki. Fundi lauk kl. 13:30.