Þjóðskrá Íslands opnar fyrir aðgang að kjörskrárstofni
Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi alþingiskosningum.
Á vefjunum kosning.is og island.is er innsláttarform þar sem hægt er að kalla fram upplýsingar úr kjörskrárstofninum. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 23. september síðastliðinn. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
Aðgangur að kjörskrárstofni á kosning.is