Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Leyfisveitingagátt Ferðamálastofu virk á vefnum Ísland.is

Nú er leyfisveitingagátt Ferðamálastofu virk á vefnum Ísland.is. Með breytingunni er umsóknarferlið orðið rafrænt og vottorð eru nú sótt sjálfvirkt auk þess sem umsækjendur geta vistað umsóknir og haldið áfram með þær síðar. Þeir munu geta einnig fylgst með stöðu umsókna.
Héðan í frá er hægt að sækja um leyfi sem Ferðamálastofa veitir í gegnum vefinn.

Um er að ræða eftirfarandi umsóknir:

• Ferðasali dagsferða, einstaklingar
• Ferðasali dagsferða, lögaðilar
• Ferðaskrifstofuleyfi, einstaklingar
• Ferðaskrifstofuleyfi, lögaðilar
• Skráning upplýsingamiðstöðva

Einföldun leyfisveitinga hefur verið eitt af forgangsverkefnum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamálaráðherra. Það samræmist áherslum í stjórnarsáttmálanum og er hluti af rafrænni væðingu Stjórnarráðsins auk þess að fela í sér nýsköpun á sviði opinberrar þjónustu og stjórnsýslu. Þessi breyting mun skapa hagræðingu fyrir umsækjendur sem og Ferðamálastofu.

Meginmarkmið Ísland.is er að einstaklingar og fyrirtæki geti afgreitt erindi sín við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, hvenær sem er, hvar sem er og án tafar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Ferðamálastofa hafa unnið að verkefninu í samstarfi við verkefnastofu um stafrænt Ísland. Þessir aðilar munu fylgja verkefninu eftir og halda áfram að þróa og einfalda ferlið varðandi leyfisveitingar í ferðaþjónustu.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta