Hoppa yfir valmynd
5. mars 2013 Utanríkisráðuneytið

Trúnaðarbréf afhent í Mósambík

Armando Guebuza og María Erla Marelsdóttir

María Erla Marelsdóttir sendiherra afhenti hinn 14. febrúar sl. sl, Armando Guebuza, forseta Mósambík, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Mósambík með aðsetur í Reykjavík.

Samstarf Íslands og Mósambík á sviði þróunarsamvinnu hefur varað í rúman áratug, en þar var fyrsta sendiráð Íslands í Afríku opnað árið 2001. Í samtali forseta og sendiherra eftir athöfnina þakkaði forseti Íslendingum samvinnuna og stuðninginn sl. ára sem hefði reynst þjóðinni dýrmætur. Þá var einnig rætt um efnahagsmál, m.a. aðgerðir og áætlanir Íslands í kjölfar efnaghagskreppunnar. Forsetinn benti á að þrátt fyrir efnahagsþrengingar hafi Ísland haldið áfram þróunarsamvinnu við Mósambík og að landsmenn gætu lært margt af reynslu Íslendinga í kjölfar efnahagshrunsins m.a. við uppbyggingu á svæðum í Mósambík sem hafa orðið fyrir miklu tjóni af völdum flóða sl. vikur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta