Hoppa yfir valmynd
5. mars 2013 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar um jarðhita með framkvæmdastjóra Alþjóðabankans

Sri Mulyani og Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Sri Mulyani Indrawati framkvæmdastjóra Alþjóðabankans. Hún er fyrrum fjármálaráðherra Indónesíu og hefur verið framkvæmdastjóri bankans frá því í júní 2010.  

Utanríkisráðherra lagði á fundinum áherslu á þróun stærsta þróunarsamvinnuverkefnis sem Íslendingar hafa tekið þátt í, samkomulag utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að flýta þróun jarðhita í þrettán ríkjum í austur-afríska sigdalnum. Með samkomulaginu er Ísland helsti samstarfsaðili bankans á sviði jarðhita. Íslendingar munu standa að grunnrannsóknum og hagkvæmniathugunum á nýtingu jarðhita á svæðinu og hafa tryggt sér stuðning frá Norræna þróunarsjóðnum sem mun greiða 800 milljónir króna til þess þáttar. Alþjóðabankinn hyggst síðan koma á fót allt að 65 milljarða króna sjóði til að styðja við jarðhitanýtingu í þróunarríkjum. Ráðherra og framkvæmdastjórinn ræddu hvernig önnur ríki gætu lært af því hvernig Íslendingar hefðu þróað jarðhitann sem orkuauðlind og hvernig best væri að miðla reynslunni til fátækari ríkja.

Alþjóðabankinn er meðal helstu samstarfsstofnanna Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Á fundinum var rætt um samstarf Íslands og Alþjóðabankans á sviði jarðhita, fiskimála og jafnréttismála en á öllum sviðum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að setja aukið vægi í málaflokkana.

Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri Alþjóðabankans heimsækir Ísland, en Sri Mulyani Indrawati mun flytja ávarp á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem hefst í Hörpu í fyrramálið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta