Hoppa yfir valmynd
17. mars 2010 Innviðaráðuneytið

Umboðsmaður skuldara og ný lög um greiðsluaðlögun sem félagslegt úrræði

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra

Stofnað verður embætti umboðsmanns skuldara til að gæta hagsmuna heimila í greiðsluvanda og sett ein lög um greiðsluaðlögun. Frumvörp til laga um umboðsmann skuldara og greiðsluaðlögun voru lögð fyrir ríkisstjórnarfund í gær. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að ráðast í fjölmargar aðrar aðgerðir sem einnig miða að því að bæta stöðu einstaklinga og heimila í greiðsluvanda.

Ein lög um greiðsluaðlögun byggð á félagslegum grunni

Greiðsluaðlögun verður eftirleiðis félagslegt úrræði en ekki „vægara“ form gjaldþrots. Fleiri munu eiga rétt á greiðsluaðlögun en áður og allar kröfur verða meðhöndlaðar í einu kerfi sem einfaldar framkvæmdina og gerir úrræðið aðgengilegra fyrir þá sem þurfa á því að halda. Lög um greiðsluaðlögun hafa verið flókin og í fleiri en einum lagabálki. Samkvæmt breytingunni munu ein lög gilda um allar kröfur einstaklinga, þ.e. bæði samningskröfur og veðkröfur. Að norskri fyrirmynd er lagt til að fyrst verði reynt að ná frjálsri greiðsluaðlögun, með samningum við kröfuhafa en gangi það ekki verði farið í þvingaða greiðsluaðlögun fyrir héraðsdómi sem svipar nokkuð til núverandi fyrirkomulags.

Nýtt embætti umboðsmanns skuldara

Samhliða nýrri löggjöf um greiðsluaðlögun verður sett á fót embætti umboðsmanns skuldara sem byggt verður á traustum grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hlutverk umboðsmanns skuldara verður að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn á fjármál sín og leita leiða til lausna. Hann mun annast milligöngu um samskipti og samninga við lánardrottna, fara með framkvæmd Ráðherrar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinugreiðsluaðlögunar, taka við erindum skuldara og gæta hagsmuna þeirra og bregðast við þegar brotið er á þeim. Þannig verður umboðsmaðurinn ekki hlutlaus heldur sérstakur talsmaður fyrir hagsmunum skuldara.

Verkefni umboðsmanns skuldara munu að stórum hluta snúast um ráðgjöf til einstaklinga um það hvernig best sé að haga greiðslum skulda og ná tökum á greiðsluvanda sínum. Í ljósi þessa þykir eðlilegt að þeir aðilar sem stunda lánveitingar greiði kostnað af starfsemi stofnunarinnar. Því er miðað við að fjármálafyrirtæki sem fengið hafa starfsleyfi sem lánastofnanir á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, greiði kostnað af rekstri umboðsmanns skuldara og er ekki gert ráð fyrir að kostnaður falli á ríkið vegna stofnunar embættisins.

Fleiri aðgerðir sem bæta stöðu einstaklinga og heimila í greiðsluvanda

Auk framantalinna aðgerða hefur Dregið úr vægi verðtryggingarríkisstjórnin ákveðið að ráðast í fjölmargar aðgerðir sem einnig miða að því að bæta enn frekar stöðu einstaklinga og heimila í greiðsluvanda:

  • sérstök úrræði fyrir þá sem eru tekjulágir eða hafa orðið fyrir tímabundu tekjufalli,
  • úrræði fyrir fólk með tvær eignir.
  • hámark á dráttarvexti,
  • við nauðungarsölur verður markaðsvirði eigna dregið frá kröfu,
  • fólki gert kleift að búa í húsnæði í tólf mánuði þrátt fyrir nauðungarsölu/gjaldþrot,
  • enn frekari takmarkanir á hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar,
  • endurskoðun reglna um niðurfellingu skattkrafna,
  • hóflegar skuldbreytingar skattfrjálsar,
  • stórfelldar niðurfellingar skattlagðar,
  • dregið úr vægi verðtryggingar.

Nánari upplýsingar um aðgerðirnar á heimasíðu forsætisráðuneytisins 

Greinargerð um aðgerðirnar

Glærur frá fréttamannafundi um aðgerðirnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta