Beint streymi frá ráðstefnunni Breytingar í þágu barna í Hörpu
Ráðstefnan Breytingar í þágu barna stendur nú yfir í Norðurljósasal Hörpu. Þar fer fram kynning á framtíðarsýn á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Ráðstefnunni er streymt beint hér fyrir neðan. Eins er hægt að fara inn á beina útsendingu af forsíðu Stjórnarráðsins. Ráðstefnan stendur til klukkan 15:00.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ávarpa ráðstefnuna. Sömuleiðis Regína Jensdóttir, yfirmaður barnaréttarsviðs Evrópuráðsins, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga. Á ráðstefnunni verða einnig ýmis skilaboð af vettvangi auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í vinnustofu.