Hoppa yfir valmynd
22. maí 2020 Utanríkisráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 27. júní 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 27. júní 2020 - myndHaraldur Jónasson / Hari

Kosning utan kjörfundar erlendis vegna forsetakosninga 27. júní 2020 hefst 25. maí og fer fram skv. ákvæðum 59. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 með síðari tíma breytingum.

Kjörstaðir eru allar sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofur í New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum.

Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Á vef utanríkisráðuneytisins má finna upplýsingar um sendiskrifstofur Íslands og kjörræðismenn eftir löndumHafa ber í huga að útgöngubann og aðstæður sem hafa skapast vegna kórónaveirufaraldurs geta haft áhrif á hvort að hægt verði að kjósa hjá kjörræðismönnum.

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2011 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 1. desember 2019. Eyðublað vegna þessa má nálgast á vef Þjóðskrár.

Á kosning.is er birt upplýsingaefni bæði á íslensku og ensku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta