Hoppa yfir valmynd
12. september 2006 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 22. júní 2006

Fundargerð

Ár 2006, fimmtudaginn 22. júní, var haldinn fundur í mannanafnanefnd. Fundurinn fór fram í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Baldur Sigurðsson og Ágústa Þorbergsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

1.    Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn: Eldon. 1

2.     Mál nr. 44/2006. Eiginnafn, nafnbreyting: Magnus (kk.)1

3.     Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn: Liljendal2

4.     Mál nr. 45/2006. Eiginnafn: Tristana (kvk.)3

5.     Mál nr. 46/2006. Eiginnafn: Rikharður (kk.)3

6.     Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn, nafnbreyting: Korts3

7.     Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn, nafnbreyting: Korts4

8.     Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn, nafnbreyting: Korts4

9.     Mál nr. 47/2006. Eiginnafn: Asía. 5

 

 

 

1.           Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn: Eldon

Nafnið Eldon er skráð sem ættarnafn skv. upplýsingum frá Þjóðskrá. Með vísan til 7. gr. laga nr. 45/1966 um mannanöfn eru ættarnöfn einungis heimil sem millinöfn í þeim tilvikum þegar umsækjandi getur sannað rétt sinn til viðkomandi ættarnafns, þ.e. ef eitthvert alsystkini, foreldri, afi eða amma hafa borið nafnið sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn. Í þessum tilvikum er um sérstök millinöfn að ræða sem ekki eru færð á mannanafnaskrá. Úrskurðarbeiðendum er bent á að snúa sér til Þjóðskrár og leita sér upplýsinga um nafnrétt barnsins.

 

 

2.           Mál nr. 44/2006. Eiginnafn, nafnbreyting: Magnus (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Enn fremur segir í 5. gr. laganna: „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.      Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;[1]

b.      Það er nú borið af 10‑14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.      Það er nú borið af 5‑9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.      Það er nú borið af 1‑4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.      Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703‑1910.

Eiginnafnið Magnus telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er 6 karlar skráðir með nafnið Magnus að fyrra eða að síðara nafni í þjóðskrá og er sá elsti fæddur árið 1964. Nafnið kemur ekki fyrir í út gefnum manntölum 1845 eða 1910. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Magnus uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það nema lögð verði fram óyggjandi gögn um eldri sögu þessa nafns í málinu.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Magnus (kk.) er hafnað.

 

 

3.           Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn:        Liljendal

Nafnið Liljendal er skráð sem ættarnafn skv. upplýsingum frá Þjóðskrá. Með vísan til 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn eru ættarnöfn einungis heimil sem millinöfn í þeim tilvikum þegar umsækjandi getur sannað rétt sinn til viðkomandi ættarnafns, þ.e. ef eitthvert alsystkini, foreldri, afi eða amma hafa borið nafnið sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn. Í þessum tilvikum er um sérstök millinöfn að ræða sem ekki eru færð á mannanafnaskrá. Úrskurðarbeiðendum er því bent á að snúa sér til Þjóðskrár og leita sér upplýsinga um nafnrétt barnsins.

 

4.           Mál nr. 45/2006. Eiginnafn: Tristana (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Tristana (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli (Tristönu) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Tristana (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

5.           Mál nr. 46/2006. Eiginnafn: Rikharður (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Rikharður (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu (Rikharðs) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Á eyðublaði hafa úrskurðarbeiðendur einnig óskað eftir að mannanafnanefnd samþykkti kenninafnið Gröndal. Kenninafnið Gröndal er ættarnafn og því ber að snúa sér til Þjóðskrár sem gengur úr skugga um að viðkomandi hafi rétt til nafnsins sem millinafns eða ættarnafns.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Rikharður (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Ríkharður.

 

6.           Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn, nafnbreyting: Korts

Millinafnið sem sótt er um, Korts, er eignarfallsmynd karlmannsnafnsins Kort. Slík eignarföll eiginnafna hafa ekki verið heimiluð sem almenn millinöfn hingað til en eru heimil sem sérstök millinöfn, sbr. 3. mgr. 6. greinar laga nr. 45/1996 um mannanöfn, hafi eitthvert alsystkini þess sem á að bera nafnið, foreldri, afi eða amma ber eða hefur borið nafnið sem eiginnafn eða millinafn.

Rétt er að geta þess að leggja þarf fram vottorð til staðfestingar því að fólk beri, eða hafi borið, tiltekin nöfn sem ekki eru skráð í Þjóðskrá. Unnt er að leggja fram skírnarvottorð og önnur sambærileg vottorð eða staðfest ljósrit úr manntölum eða kirkjubókum. Með beiðni umsækjanda voru ekki lögð fram nein gögn því til staðfestingar að nokkur maður hafi borið nafnið Korts sem eiginnafn.

Umsókn um nafnbreytingu barst mannanafnanefnd frá úrskurðarbeiðanda. Sækja skal til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um nafnbreytingu en ráðuneytið leitar álits mannanafnanefndar, sbr. 13. og 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sjá einnig Meginreglur um mannanöfn á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Gögn umsækjanda eru hér með framsend til ráðuneytisins í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en afrit sent úrskurðarbeiðanda.

 

7.           Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn, nafnbreyting: Korts

Millinafnið sem sótt er um, Korts, er eignarfallsmynd karlmannsnafnsins Kort. Slík eignarföll eiginnafna hafa ekki verið heimiluð sem almenn millinöfn hingað til en eru heimil sem sérstök millinöfn, sbr. 3. mgr. 6. greinar laga nr. 45/1996 um mannanöfn, hafi eitthvert alsystkini þess sem á að bera nafnið, foreldri, afi eða amma ber eða hefur borið nafnið sem eiginnafn eða millinafn.

Rétt er að geta þess að leggja þarf fram vottorð til staðfestingar því að fólk beri, eða hafi borið, tiltekin nöfn sem ekki eru skráð í Þjóðskrá. Unnt er að leggja fram skírnarvottorð og önnur sambærileg vottorð eða staðfest ljósrit úr manntölum eða kirkjubókum. Með beiðni umsækjanda voru ekki lögð fram nein gögn því til staðfestingar að nokkur maður hafi borið nafnið Korts sem eiginnafn.

Umsókn um nafnbreytingu barst mannanafnanefnd frá úrskurðarbeiðanda. Sækja skal til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um nafnbreytingu en ráðuneytið leitar álits mannanafnanefndar, sbr. 13. og 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sjá einnig Meginreglur um mannanöfn á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Gögn umsækjanda eru hér með framsend til ráðuneytisins í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en afrit sent úrskurðarbeiðanda.

 

 

8.           Afgreiðsla án tölusetningar. Millinafn, nafnbreyting: Korts

Millinafnið sem sótt er um, Korts, er eignarfallsmynd karlmannsnafnsins Kort. Slík eignarföll eiginnafna hafa ekki verið heimiluð sem almenn millinöfn hingað til en eru heimil sem sérstök millinöfn, sbr. 3. mgr. 6. greinar laga nr. 45/1996 um mannanöfn, hafi eitthvert alsystkini þess sem á að bera nafnið, foreldri, afi eða amma ber eða hefur borið nafnið sem eiginnafn eða millinafn.

Rétt er að geta þess að leggja þarf fram vottorð til staðfestingar því að fólk beri, eða hafi borið, tiltekin nöfn sem ekki eru skráð í Þjóðskrá. Unnt er að leggja fram skírnarvottorð og önnur sambærileg vottorð eða staðfest ljósrit úr manntölum eða kirkjubókum. Með beiðni umsækjanda voru ekki lögð fram nein gögn því til staðfestingar að nokkur maður hafi borið nafnið Korts sem eiginnafn.

Umsókn um nafnbreytingu barst mannanafnanefnd frá úrskurðarbeiðanda. Sækja skal til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um nafnbreytingu en ráðuneytið leitar álits mannanafnanefndar, sbr. 13. og 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sjá einnig Meginreglur um mannanöfn á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Gögn umsækjanda eru hér með framsend til ráðuneytisins í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en afrit sent úrskurðarbeiðanda.

 

9.           Mál nr. 47/2006. Eiginnafn: Asía

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Asía (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli (Asíu) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Asía (kvk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á mannanafnaskrá fyrr en beiðni um skráningu þess hefur borist Þjóðskrá.

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Kolbrún Linda Ísleifsdóttir (sign.),
Baldur Sigurðsson  (sign.)

 



[1] Með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta