Drög að reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar
Breytingarnar lúta einkum að ýmsum atriðum er varða skilyrði til undanþáguheimildar vegna stærðar og þyngdar vagnlesta. Hefur skort á leiðbeiningar í gildandi reglugerð að því er varðar bil milli ása vagnlestar þegar kemur að því að veita undanþágu frá leyfðri heildarþyngd til dæmis við akstur um ákveðin brúar- eða vegamannvirki.
Með reglugerðinni eru í viðaukum settar fram nánari leiðbeiningar um samhengi leyfðrar þyngdar, fjölda ása og fjarlægð á milli þeirra. Þá er með breytingunni opnað fyrir undanþágu frá lengd, breidd og hæð á skiptanlegum farmi ef augljós hagkvæmnisrök mæla með slíkum flutningum. Fram að þessu hefur aðeins verið hægt að fá undanþágur frá flutningi á óskiptanlegum farmi. Slík heimild verður aðeins veitt að umferðaröryggi verði ekki skert eða aukin hætta sé á skemmdum á vegamannvirkjum.
- Minnisblað um tillögur að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja (WORD)
- Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja – drög til umsagnar (WORD)