Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Hagsmunaaðilar sem þess óska eru beðnir að senda samgönguráðuneytinu athugasemdir eigi síðar en 17. nóvember á netfangið [email protected]


Breytingarnar lúta einkum að ýmsum atriðum er varða skilyrði til undanþáguheimildar vegna stærðar og þyngdar vagnlesta. Hefur skort á leiðbeiningar í gildandi reglugerð að því er varðar bil milli ása vagnlestar þegar kemur að því að veita undanþágu frá leyfðri heildarþyngd til dæmis við akstur um ákveðin brúar- eða vegamannvirki.

Með reglugerðinni eru í viðaukum settar fram nánari leiðbeiningar um samhengi leyfðrar þyngdar, fjölda ása og fjarlægð á milli þeirra. Þá er með breytingunni opnað fyrir undanþágu frá lengd, breidd og hæð á skiptanlegum farmi ef augljós hagkvæmnisrök mæla með slíkum flutningum. Fram að þessu hefur aðeins verið hægt að fá undanþágur frá flutningi á óskiptanlegum farmi. Slík heimild verður aðeins veitt að umferðaröryggi verði ekki skert eða aukin hætta sé á skemmdum á vegamannvirkjum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta