Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2007 Utanríkisráðuneytið

Neyðarastoð í Bangladess á vegum Matvælaáætlunar S.þ.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 127/2007

Öflugur fellibylur fór yfir suðurhluta Bangladess þann 15. þ.m. og er tala látinna nú álitin vera 3100 og fer hækkandi. Margra er enn saknað og hundruðir þúsunda hafa yfirgefið heimili sín. Matarbirgðir, búfénaður og uppskera skoluðust burt í óveðrinu og drykkjarvatn mengaðist. Við blasir hungursneyð og að farsóttir breiðist út, en Bangladess er meðal fátækustu ríkja heims. Matvælaaðstoð S.þ. hóf dreifingu matvæla innan við sólarhring eftir að fellibylurinn fór yfir og hefur nú komið matvælum til a.m.k 650 þúsund manns. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma fólki til aðstoðar á afskekktustu svæðunum og er nú hafin dreifing matvæla úr þyrlum. Fyrirséð er að veita þarf matvælaaðstoð í Bangladess áfram næstu mánuðina og því hafa fulltrúar Matvælaáætlunar S.þ. hvatt alþjóðasamfélagið til að bregðast skjótt við og veita fé til neyðarastoðarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta