Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar birt í Stjórnartíðindum
Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á hádegi á morgun 31. júlí og gildir til og með 13. ágúst nk. Meginbreytingin felst í því að fjöldatakmörkun á samkomum lækkar úr 500 í 100 og 2 metra reglan tekur aftur gildi á milli þeirra einstaklinga sem ekki deila heimili. Þá hefur ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem fellir úr gildi fyrri reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 verið send Stjórnartíðindum til birtingar.