Níu umsækjendur um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar
Nefnd sem heilbrigðisráðherra hefur skipað mun á næstunni fara yfir umsóknir þeirra níu umsækjenda sem sóttu um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar og meta hæfni þeirra. Skipað verður í embættið frá 1. febrúar 2015 þegar núverandi forstjóri, Rannveig Gunnarsdóttir, lætur af störfum.
Heilbrigðisráðherra skipar forstjóra Lyfjastofnunar til fimm ára í senn samkvæmt lyfjalögum.
Umsækjendur um stöðu forstjóra eru eftirtaldir:
- Aðalsteinn Jens Loftsson
- Davíð Ingason
- Helga Þórisdóttir
- Jóhann Friðrik Friðriksson
- Kristján Sverrisson
- Rúna Hauksdóttir Hvannberg
- Sif Ormarsdóttir
- Sigríður Ólafsdóttir
- Þór Sigþórsson