Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu að reglugerð um skotvopn til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 29. ágúst nk. og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Drögin fela í sér að heimilt verði að nota svonefnda hljóðdempara á stærri riffla með leyfi lögreglustjóra en heimilt hefur verið að nota hljóðdempara á öðrum Norðurlöndum. Hljóðdemparar vernda heyrn veiðimanns og valda minni truflun á nærumhverfi. Sá misskilningur virðist vera ríkjandi að hljóðdemparar á almenna veiðiriffla geri þá hljóðlausa en raunin er sú að eftir sem áður er æskilegt að nota heyrnahlífar. Þó eru minni líkur á heyrnaskemmdum séu hljóðdemparar notaðir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta