Málþing um fjölskyldumál á Íslandi
Þann 27. október næstkomandi stendur nefnd um einstæða og forsjárlausa foreldra og stjúpfjölskyldur fyrir ráðstefnu um fjölskyldumál á Grand Hóteli kl. 12.30-17.00. Tilkynningar um þátttöku berist á netfangið bjorg.gunnarsdó[email protected] eða í félags- og tryggingamálaráðuneytið í síma 545 8100 eigi síðar en 25. október næstkomandi. Málþingið er opið öllum og er aðgangur ókeypis.
Málþingið er haldið undir yfirskriftinni „Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?“
Dagskrá málþingsins
Kl. 12.30 Málþing sett
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.
Kynning á starfi nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra og stjúpfjölskyldur.
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra og stjúpfjölskyldur.
Kl. 13.00 Félagsleg staða barna í mismunandi fjölskyldum
Líðan barna, að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi, „réttur“ foreldra gegn „rétti barns“, ráðgjöf og fræðsla.
Framsögumenn:
- Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
- Ársæll Már Arnarsson, lektor í sálfræði við Háskólann á Akureyri
- Gunnar Hersveinn heimspekingur
Í lok framsöguerinda verða umræður.
14.00 Lagaleg staða barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum
Sameiginleg forsjá, lögheimili, umgengni, stjúpfjölskyldur, forsjárlausir foreldrar, sáttaleiðir, heimildir dómara.
Framsögumenn:
- Valborg Snævarr lögmaður
- Dögg Pálsdóttir lögmaður
- Jóhann Loftsson sálfræðingur
Í lok framsöguerinda verða umræður
15. 00 Kaffi.
15.30 Fjárhagsleg staða barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum
Fátæk börn, meðlag, barnabætur, fjárhagsaðstoð, sérstakur stuðningur ríkis og sveitarfélaga.
Framsögumenn:
- Guðný Björk Eydal, deildarforseti félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands
- Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
- Laufey Ólafsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra
Í lok framsöguerinda verða umræður
16.30 Barnið í framtíðarfjölskyldunni
Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.
16.45 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri verður Lára Björnsdóttir, skrifstofustjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.