Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Sóttvarnaaðgerðir á landamærum óbreyttar til 15. janúar 2022

COVID-19: Sóttvarnaaðgerðir á landamærum óbreyttar til 15. janúar 2022 - myndStjórnarráðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna Covid-19, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðin gildir til 15. janúar 2022. Ástæðan er mikil fjölgun smita innanlands að undanförnu. Sóttvarnalæknir bendir á að faraldurinn sé í töluverðum vexti, þeim fari fjölgandi sem veikjast alvarlega og faraldurinn sé farinn að hafa íþyngjandi áhrif á starfsemi Landspítala. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.

Nú er að hefjast átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid-19, líkt og sóttvarnalæknir greinir frá í pistli á vefnum covid.is og verður það kynnt nánar á næstu dögum. Allir 60 ára og eldri verða kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu (örvunarbólusetningu) sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og ýmsar framvarðasveitir t.d heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Til skoðunar er einnig að bjóða öllum almenningi örvunarbólusetningu. Örvunarbólusetning verður fyrst gefin 5-6 mánuðum eftir skammt númer tvö.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta