Samgönguráðherra heimsækir Umferðarstofu
Hjá samgönguráðherra kom fram að hann vænti góðs samstarfs við Umferðarstofu og lýsti hann ánægju sinni yfir því að öryggismál í lofti, láði og legi væru loks komin á eina hendi. Aukin yfirsýn ætti að auðvelda árangur í öryggismálum í heild sinni.
Karl Ragnars forstjóri og Birgir Hákonarson aðstoðarforstjóri voru meðal þeirra sem tóku á móti ráðherra. Karl fór yfir sögu Umferðarstofu allt frá því að Bifreiðaeftirlit ríkisins varð til árið 1928 til dagsins í dag. Á árinu 2002 runnu fyrrverandi Bifreiðaeftirlit ríkisins sem seinna varð Skráningarstofan hf. og Umferðarráð saman í Umferðarstofu.
Umfangsmestu verkefni Umferðarstofu eru á sviði skráningu ökutækja, en Umferðastofa annast einnig útgáfu námskrár og starfsleyfis fyrir ökuskóla, hefur umsjón með umferðarskóla fyrir börn, stendur fyrir fræðslu um umferðaröryggismál ásamt fleiru. Hjá Umferðarstofu starfa 57 starfsmenn.