Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Til heiðurs Ólympíuförunum okkar

Móttaka til heiðurs íslensku keppendunum á Vetrarólympíuleikunum og Vetrarólympíumóti fatlaðra í PyeongChang í Suður-Kóreu fór fram í ráðherrabústaðnum. Af því tilefni var keppendum og öðrum þátttakendum veittar viðurkenningar frá mótshöldurum, Alþjóðaólympíuhreyfingunni, ÍSÍ og Íþróttasambandi fatlaðra.

Elsa Guðrún Jónsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Ísak S. Pedersen, Sturla Snær Snorrason og Snorri Einarsson kepptu fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum og Hilmar Snær Örvarsson á Vetrarólympíumótinu.

„Það er draumur hvers íþróttamanns að komast á Ólympíuleika. Þrotlaus undirbúningur liggur að baki þátttöku keppenda, oft fjarri vinum og vandamönnum. Það er því vel við hæfi að heiðra íþróttafólkið okkar með þessum hætti. Allir þessir keppendurnir eru sannkallaðar fyrirmyndir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, afhentu þátttakendum á Vetrarólympíuleikunum viðurkenningar og þeir Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra, afhentu þátttakendum á Vetrar-Paralympics viðurkenningar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta