Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Í ljósi úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur um kröfu sóttvarnalæknis um skyldu til að dvelja í sóttkví í sóttvarnarhúsi vilja sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðuneyti koma eftirfarandi á framfæri:

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurði þar sem fram kemur að ákvæði 5. gr. reglugerðar 355/2021 um að skylda farþega sem koma frá hááættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel skorti lagastoð. Heilbrigðisráðuneyti og sóttvarnalæknir fara nú yfir úrskurðinn. Að svo komnu máli verður brugðist við úrskurðinum með þeim hætti að þeim sem eru á sóttkvíarhótelum verður gerð grein fyrir því að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Eigi að síður biðla sóttvarnayfirvöld til gesta um að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid 19-sjúkdómsins.

Í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra, í samráði við sóttvarnalækni, skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. Greint verður frá viðbrögðum á næstum dögum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta