Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Laugardalshöll frá 10. maí
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, Skógarhlíð 6, á skrifstofutíma á milli kl. 9:00–15:30 virka daga. Um helgar er opið frá kl. 12:00–14:00.
Atkvæðagreiðsla í Laugardalshöll
Frá og með 10. maí næstkomandi fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00-22:00. Lokað verður á uppstigningardag, þann 13. maí nk., og hvítasunnudag þann 23. maí nk.
Símar í Laugardalshöll eru 860-3380 og 860-3382. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382 frá og með 10. maí nk.
Kjörstjóri er Bryndís Bachmann, vs. 569-2460 og gsm. 699-1398.
Tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra o.fl.
- Skjól við Kleppsveg - þriðjudaginn 18. maí, kl. 13-16
- Skógarbær við Árskóga - þriðjudaginn 18. maí, kl. 16-18
- Seljahlíð, Hjallaseli 55 - miðvikudaginn 19. maí, kl. 15-18
- Droplaugarstaðir við Snorrabraut - miðvikudaginn 19. maí, kl. 15-18
- Víðines á Kjalarnesi - fimmtudaginn 20. maí, kl. 13-14
- Hjúkrunarheimilið Sóltún - fimmtudaginn 20. maí, kl. 13-16
- Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot - fimmtudaginn 20. maí, kl. 15-18
- Eir í Grafarvogi - föstudaginn 21. maí, kl. 13-17
- Hrafnista - laugardaginn 22. maí, kl. 11-16
- Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund - laugardaginn 22. maí, kl. 11-16
- Kleppsspítali - þriðjudaginn 25. maí, kl. 13-15
- Hegningarhúsið við Skólavörðustíg - þriðjudaginn 25. maí, kl. 16-17
- Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi / Grensásdeild - fimmtudaginn 27. maí, kl. 13-16 og 16:30-17:30 (Grensás)
- Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut - föstudaginn 28. maí, kl. 14-17