Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2020 Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór fundaði með utanríkisráðherra Slóveníu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra - myndUtanríkisráðuneytið

Tvíhliða samskipti, öryggis- og varnarmál, umhverfismál og skýrsla um stöðu jafnréttismála í utanríkisþjónustu voru helstu umræðuefnin á fjarfundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Anže Logar, utanríkisráðherra Slóveníu, sem fram fór fyrir helgi.

Þá voru einnig til umræðu formennskuáherslur Slóveníu í ráðherraráði Evrópusambandsins seinni hluta næsta árs, leiðir til að auka viðskipti á milli Íslands og Slóveníu og samstarf um loftslagmál og málefna hagsins innan Græna hópsins svonefnda. Íslendingar taka þátt í starfi Græna hópsins innan Sameinuðu þjóðanna ásamt fulltrúum Grænhöfðaeyja, Singapúr, Slóveníu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Græni hópurinn vekur athygli á fjórtánda Heimsmarkmiðinu um líf í vatni sem tekur til verndunar og nýtingar hafsins og auðlinda þess með sjálfbærum hætti í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. 

Jafnframt ræddu ráðherrarnir skýrslu um stöðu jafnréttismála í utanríkisþjónustum beggja ríkja sem var liður í verkefni sem styrkt var úr uppbyggingarsjóði EES. „Við vorum sammála að vinna áfram að umbótum með það fyrir augum að gera utanríkisþjónustur ríkjanna framsæknari, réttlátari og samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi.Til að fylgja rannsókninni eftir og vinna að innleiðingu tillagna verður starfshópur settur á laggirnar undir forystu ráðuneytisstjóra,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. 

Útdráttur skýrslunnar
Skýrslan í heild sinni

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta