Hoppa yfir valmynd
7. júní 2024 Utanríkisráðuneytið

Norðurlönd og Eystrasaltsríkin sameinuð í öflugum stuðningi við Úkraínu

Utanríkisráðherra sat í dag fjarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna með Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Rædd var samhæfing og samstarf um stuðning, auk undirbúnings fyrir friðarráðstefnuna sem haldin verður í Sviss 15. og 16. júní næstkomandi. Forsætisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. 

Í næstu viku verður auk þess haldin framlagaráðstefna í Berlín vegna Úkraínu. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Martin Eyjólfsson, mun sækja ráðstefnuna.

Vinna í samræmi við nýsamþykkta stefnu frá Alþingi og tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning sem forsætisráðherra undirritaði í Stokkhólmi þann 31. maí síðastliðinn stendur nú yfir í utanríkisráðuneytinu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta