Aðalræðisskrifstofan verður lokuð frá og með 23. mars nk. vegna COVID-19
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York verður lokuð frá og með 23. mars nk. vegna COVID-19. Opið verður fyrir Íslendinga sem þurfa á neyðarvegabréfaþjónustu að halda en ekki verður opið fyrir almennar vegabréfsumsóknir eða heimsóknir.
Skiptiborð skrifstofunnar verður áfram opið frá 9-17:00 virka daga í síma +1 646 282 9360 og hægt er að ná í starfsfólk skrifstofunnar með því að senda tölvupóst á [email protected]. Spurningar varðandi heimferð til Íslands er jafnframt hægt að senda á [email protected] eða með því að senda skilaboð á Facebook síðu ráðuneytisins sem þjónustar Íslendinga allan sólarhringinn.
Ef um neyðartilfelli er að ræða þá skal haft samband við neyðarsíma Utanríkisráðuneytisins í +354 545 0112, í tölvupóstfangið [email protected] eða senda skilaboð á Facebook síðu ráðuneytisins.