Hoppa yfir valmynd
12. maí 2011 Innviðaráðuneytið

Grundaskóli áfram leiðtogaskóli í umferðarfræðslu

Fulltrúar Grundaskóla á Akranesi og Umferðarstofu skrifuðu í dag undir áframhaldandi samning um umferðarfræðslu í skólum. Grundaskóli hefur með starfi sínu verið öðrum grunnskólum á Íslandi til fyrirmyndar og ráðgjafar á þessu sviði allt frá árinu 2005.

Samninginn undirrituðu Hrönn Ríkharðsdóttir, fyrir hönd Grundaskóla, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem staðfesti samninginn, og Gunnar Geir Gunnarsson, fyrir hönd Umferðarstofu.

Grundaskóli á Akranesi miðstöð umferðarfræðslu í skólum

Markmið fræðslunnar er að:

  1. Koma umferðarfræðslu inn í skólanámskrár allra grunnskóla.
  2. Halda námskeið í umferðarfræðslu fyrir grunnskólakennara í grunnskólum landsins þeim að kostnaðarlausu.
  3. Vera öðrum grunnskólum í landinu til fyrirmyndar og ráðgjafar á sviði umferðarfræðslu.
  4. Efla námsefnisgerð í umferðarfræðslu og stuðla að þróun náms- og fræðsluvefs um umferðarmál.

Grundaskóli hefur unnið að gerð fræðsluvefsins umferd.is samvinnu við Umferðarstofu og Námsgagnastofnun og var hann formlega opnaður í janúar 2006. Á vefnum er hægt að nálgast leiðbeiningar og fræðslu fyrir börn, foreldra og kennara sem annast umferðarfræðslu. Skólayfirvöld geta haft samband við Grundaskóla um allt er varðar umferðarfræðslu grunnskólabarna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta