Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2007 Utanríkisráðuneytið

Opnun aðalræðisskrifstofu í Færeyjum

Opnun aðalræðismannaskrifstofu í Færeyjum
Eiður Guðnason, Jóannes Eidesgaard og Valgerður Sverrisdóttir við opnunina í gær

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnaði í gær formlega aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórhöfn í Færeyjum að viðstöddu fjölmenni.

Í tilefni opnunarinnar var boðið til móttöku í norræna húsinu í Þórhöfn þar sem utanríkisráðherra flutti ávarp, ásamt Jóannesi Eidesgaard lögmanni Færeyja. Fram kom í máli beggja mikil ánægja með þennan merka áfanga í samskiptum þjóðanna sem væri í rökréttu framhaldi af gildistöku Hoyvíkur-samningsins þann 1. nóvember síðastliðinn.

Í ávarpi sínu þakkaði utanríkisráðherra Poul Mohr, sem gegndi hlutverki heiðursræðismanns í Þórshöfn frá árinu 1985 þar til nú, fyrir hans fórnfúsa og mikilvæga starf.

Meðal gesta í mótttöku utanríkisráðherra voru bæði íslenskir og færeyskir þingmenn og frammáfólk í viðskipta- og menningarlífi Íslands og Færeyja.

Í kjölfar mótttökunnar í norræna húsinu var haldið til Fútastovu, sem mun hýsa aðalræðisskrifstofuna. Þar afhjúpaði utanríkisráðherra skjöld lýðveldisins með skjaldarmerki. Á sama tíma var íslenski fáninn dreginn að húni á fánastöng aðalræðisskrifstofunnar.

Þá var jafnframt opið hús í Fútastovu, og lagði fjöldi gesta leið sína í hina nýja aðalræðisskrifstofu og árnaði nýjum aðalræðismanni Eiði Guðnasyni, og konu hans Eygló Helgu, heilla í nýju starfi. Guitar Islancio lék fyrir gesti bæði í mótttökunni í norræna húsinu og einnig í opnu húsi í Fútastovu.



Opnun aðalræðismannaskrifstofu í Færeyjum
Eiður Guðnason, Jóannes Eidesgaard og Valgerður Sverrisdóttir við opnunina í gær

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta