Hoppa yfir valmynd
5. júní 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Andri Steinn Hilmarsson aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið

Andri Steinn Hilmarsson. - mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi. Andri Steinn starfar sem aðstoðarmaður samhliða Áslaugu Huldu Jónsdóttur.

Andri Steinn hefur starfað fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins á Alþingi síðan 2019 og er kjörinn bæjarfulltrúi í Kópavogi. Áður starfaði hann sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lagði stund á hagfræði við Háskóla Íslands. Hann fór í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá þingflokknum þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður ráðherra.

Andri Steinn er kvæntur Sonju Anaís Ríkharðsdóttur lögfræðingi og eiga þau saman tvær dætur. Andri Steinn hefur þegar hafið störf, en hann hóf störf í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um miðjan maí.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum