Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra afhendir biskupi Íslands styttu af Lúter

Luter-stytta-231112-1

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti í gær biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, styttu af Marteini Lúter, til eignar og umsjár þjóðkirkjunnar. Styttan er gjöf Þjóðverja í tilefni áratugs sem helgaður er Lúter en 2017 verða 500 ár liðin frá því hann negldi kenningar sínar varðandi siðbót kirkjunnar á kirkjudyr í Wittenberg í Þýskalandi.

Í Þýskalandi hafa ýmsir atburðir þegar farið fram eða verið skipulagðir til að minnast væntanlegrar 500 ára ártíðar. Þýska utanríkisráðuneytið hafði frumkvæði að því að minnast tengingar Lúters og kenninga hans við erlendar þjóðir, einkum Norðurlöndin, sem öðrum þjóðum frekar hafa tileinkað sér arfleifð Lúters og búa við lúterska kirkjuskipan.

Cornelia Pieper, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands afhenti sendiherrum Norðurlandanna, hverjum um sig, styttu af Lúter við athöfn sem fram fór fyrr á árinu í sendiráðsbyggingu Norðurlandanna í Berlín með vísan til sameiginlegrar arfleifðar. Sú stytta er nú komin í hendur þjóðkirkjunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta