Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2018 Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Íslenskar ritreglur skýrðar – leiðbeiningar um greinarmerkjasetningu

Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem meðal annars gilda í skólakerfinu. Nýjar ritreglur um greinarmerkjasetningu sem gilda um stafsetningarkennslu í skólum og útgefnu efni á vegum hins opinbera voru gefnar út nú í sumar – engar grundvallarbreytingar eru gerðar á reglunum heldur er texti um þær nú skýrari og betri dæmi fundin til.

Reglur þessar eru síðari hluti endurskoðunar Íslenskrar málnefndar á íslenskum ritreglum og gilda til viðbótar réttritunarreglum sem birtar voru 6. júní 2016.

Hér má nálgast nýjar reglur um greinarmerkjanotkun og réttritunarreglurnar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta