Styrkveiting á sviði skipulagsmála hjá Norrænu ráðherranefndinni
Norræna ráðherranefndin auglýsir til umsóknar styrkveitingar um náttúrutengdar lausnir í norrænum borgum.
Nordic Cities Nature-Based Solutions Project er hluti af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um að ná fram þeirri framtíðarsýn að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.
Verkefnið miðar að því að meta árangur 3-30-300 meginreglunnar, þumalputtareglu til að auka líffræðilegan fjölbreytileika, loftslagsþol og lýðheilsu, með sérstakri áherslu á innlendar trjátegundir.
Lykilmarkmið verkefnisins er að koma á samstarfsneti meðal norrænna borga, sem stuðli að varðveislu og stækkun staðbundinna trjástofna