Hoppa yfir valmynd
15. desember 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Forstjóri nýrrar Barna- og fjölskyldustofu

Ólöf Ásta Farsestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.  - mynd
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur skipað Ólöfu Ástu Farestveit í embætti forstjóra nýrrar Barna- og fjölskyldustofu.

Barna- og fjölskyldustofa mun taka við verkefnum Barnaverndarstofu en jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Stofan mun enn fremur fara með tilgreind verkefni sem kveðið er á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Ólöf Ásta er settur forstjóri Barnaverndarstofu frá 1. september sl. Hún starfaði sem sérfræðingur í Barnahúsi frá árinu 2001 og sem forstöðumaður Barnahúss frá 2007-2021.
Ólöf Ásta er með menntun á sviði uppeldis- og afbrotafræði og fjölskyldumeðferðar og hefur m.a. sérhæft sig í yfirheyrslutækni vegna skýrslutöku barna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta