Ljósleiðaravæðing allra lögheimila í þéttbýli – svarfrestur framlengdur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti 2. júlí sl. áform um að klára ljósleiðaravæðingu lögheimila landsins fyrir árslok 2026.
Fjarskiptasjóður sendi í kjölfarið tilboð til sveitarfélaga um fjárstuðning vegna allra ótengdra lögheimila á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum um allt land, sem tilkynnt eigin áform fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila ná ekki til.
Svarfrestur sveitarfélaga var auglýstur til kl. 12:00 þann 16. ágúst.
Flest sveitarfélög hafa þegar tilkynnt um áhuga á þátttöku en nokkur sveitarfélög hafa óskað eftir lengri svarfresti.
Því hefur verið ákveðið að framlengja svarfrest vegna ofangreinds tilboðs fjarskiptasjóðs til kl. 12:00, föstudaginn 23. ágúst nk.