Vísinda- og tæknistefna 2009-2012
Opinn fundur miðvikudaginn 4.mars kl 14-17 að Hótel Loftleiðum
Í lok janúar efndu vísindanefnd og tækninefnd til opinna funda til að undirbúa nýja stefnu Vísinda- og tækniráðs. Nú boða nefndirnar til fundar þar sem fyrstu drög að nýrri stefnu verða kynnt.
Markmiðið er að ræða drögin, fá gagnrýni og ábendingar til að nota við lokaundirbúning stefnunnar.
Dagskrá:
14:00 Kynning á drögum að stefnu Vísinda- og tækniráðs 2009 til 2012
- Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar
- Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar
14:30 Umræður í hópum um einstaka þætti stefnunnar
15:30 Kaffi
15:45 Kynning hópa og lokaumræður
17:00 Dagskrárlok
Allir hagsmunaaðilar í vísindum, tækniþróun og nýsköpun eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á mótun nýrrar stefnu.