Hoppa yfir valmynd
10. október 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Góð þjónusta og sjálfbær rekstur meðal helstu áherslna í ríkisrekstri fyrir 2025

Ríkisstjórnin hefur samþykkt áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2025. Þær lúta að góðri þjónustu, sjálfbærum rekstri og öflugum mannauði. Í tengslum við áherslurnar standa stofnunum til boða ýmis verkefni, til að ná fram betri og hagkvæmari þjónustu.

Til að tryggja góða þjónustu er m.a. lögð áhersla á að stofnanir taki stafræn skref í samvinnu við Stafrænt Ísland og að þær taki þátt í þjónustukönnun ríkisins til að meta gæði þjónustunnar. Þá eru stofnanir hvattar til þess að auglýsa öll störf óstaðbundin nema sérstakar aðstæður krefjist annars, að auka þekkingu starfsfólks á innkaupum í gegnum innkaupaskólann og skoða möguleika á að nýta gervigreind í starfsemi til að auka framleiðni og bæta þjónustu.

Nánar um áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2025

Þvert á ríkiskerfið er fylgst með framgangi markmiðanna í fjármálaáætlun.

Stefnumiðuð áætlun ríkisaðila

Í ár eru áherslurnar gefnar út samhliða vinnu við stefnumiðaða áætlun ríkisaðila sem fram fer á þessum tíma árs samkvæmt lögum um opinber fjármál.

Unnið hefur verið að því undanfarið að breyta verklagi við stefnumiðaða áætlun ríkisaðila sem mun bæta eftirfylgni með markmiðum og árangri fjárveitinga. Með auðveldum hætti verður hægt að sjá framgang markmiða, mælikvarða og aðgerða hvers ríkisaðila í gegnum Akra áætlanakerfi ríkisins. Samhliða er stefnt á birtingu upplýsinga úr stefnumiðuðum áætlunum á vef Stjórnarráðsins sem mun auka gagnsæi í starfsemi ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta