Börnin mín eru stolt af mér
Menal Suleyman er þriggja barna móðir sem þurfti að flýja heimaland sitt, Sýrland. Í dag heldur hún til í Tyrklandi en um 1,8 milljónir sýrlenskra kvenna hafa flúið stríðið og halda þar til. Í Tyrklandi heldur flest sýrlenskt flóttafólk til eða um 3,5 milljónir eru skráðir inn í landið. Menal segir sögu sína á vef UN Women á Íslandi.
„Eftir að stríðið braust út vissi ég að það kæmi að þeim tímapunkti að ég þyrfti að leita skjóls annars staðar. Eiginmaður minn var myrtur og heimbær minn, Latakia, logaði í átökum. Þá ákvað ég að flýja með börnin mín þrjú. Ég hélt til Tyrklands í þeirri von að komast á bát áfram til Grikklands og þaðan til Frakklands.“
Eftir lífshættulegan flótta gekk Menal fyrir tilviljun fram á kvennaathvarf á vegum UN Women í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Eftir lífshættulegan flótta gekk Menal fyrir tilviljun fram á kvennaathvarf á vegum UN Women í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Þar gefst konum á flótta kostur á hagnýtu námi og aðstoð við að komast á vinnumarkað í Tyrklandi. Nú stundar Menal nám í sjúkraskráningu og lærir tyrknesku. Á meðan dvelur yngsti sonur hennar í barnagæslu athvarfsins
„Einn daginn labbaði ég framhjá athvarfi Sada athvarfinu og kíkti inn. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið í mörg ár. Fólkið hér er mér sem fjölskylda. Hér upplifi ég mig fullkomlega örugga. Í Sýrlandi hefði ég ekki fengið tækifæri til að mennta mig. Það sem meira er, börnin mín eru stolt af mér,“ segir Menal.
Síðan kvennaathvarfið í Gaziantep var opnað í september 2017 hafa hátt í 2500 konur og stúlkur hlotið þar aðstoð. Að minnsta kosti 770 konur hafa hlotið menntun fyrir tilstilli UN Women sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum í nýju landi. Þess ber að geta að Íris Björg Kristjánsdóttir, starfskona UN Women í Ankara, kom að stofnun athvarfsins.
Með því að styrkja verkefni UN Women með mánaðarlegu framlagi styður þú við konur eins og Menal.