Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2021 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska áætlun um hreyfanleika í borgum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um nýja áætlun um hreyfanleika í borgum (e. urban mobility). Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 25. maí nk.

Með þessari nýju áætlun á að byggja á árangri sem náðst hefur með fyrri áætlun um sama efni frá 2013 (e. 2013 urban mobility package). Með þessum hætti hyggst Evrópusambandið auka líkur á því að það nái markmiðum sínum í umhverfismálum sem það hefur sett sér til ársins 2050.

Stungið er upp á leiðum til að hvetja ríki Evrópu til að þróa almenningssamgöngur sem eru allt í senn öruggar, aðgengilegar, tæknilega fullkomnar, áreiðanlegar, án losunar gróðurhúsalofttegunda auk þess að vera þannig úr garði gerðar að þær henti öllum. Einnig er komið inn á mengun og umferðarteppur auk þess að dreginn er lærdómur af því ástandi sem skapast hefur vegna Covid 19 og áhrifa faraldursins á almenningssamgöngur. Allt er þetta gert til að hvetja til að færa samgöngur og samfélög nær því að vera losunarlaus.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta