Hoppa yfir valmynd
15. júní 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hlutverk námsefnis og þróun þess til framtíðar

Framtíðarsýn og stefnumótun í gerð námsefnis var til umfjöllunar á alþjóðlegri kennslubókaráðstefnu í London sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti í gær. Ráðstefnan var skipulögð af breska menntamálaráðuneytinu, mats- og rannsóknarstofnuninni Cambridge Assessment og The Royal Society. Meginþema ráðstefnunnar var hvernig kennslubækur gætu bætt árangur og dregið úr ójafnrétti.

„Það var fróðlegt að heyra frá fagfólki úr svona ólíkum áttum. Við erum mörg að fást við sömu áskoranir þegar kemur að útgáfu og þróun námsefnis á tímum örra samfélags- og tæknibreytinga. En þar getum við líka lært mikið hvert af öðru. Við ræddum til að mynda um hvernig námsefni getur minnkað álag í starfi kennara, og stutt faglega þróun þeirra. Það er margt spennandi í þessum geira nú um stundir og mikilvægt að við fylgjumst vel með og aukum þekkingu okkar á þessu sviði,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra að ráðstefnunni lokinni.

Á ráðstefnunni voru kynntar ýmsar rannsóknarniðurstöður, meðal annars um mikilvægi samræmis milli námskrárgerðar, námsefnisgerðar og matsaðferða og breytt hlutverk kennslubóka. Meðal ræðumanna voru Tim Oates CBE, yfirmaður matrannsókna og þróunar hjá Cambridge Assessment, Thomas McLeish, formaður menntanefndar The Royal Society og Willam (Bill) Schmidt, forstöðumaður menntastefnumiðstöðvar Michigan háskóla.

Þá ræddi Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra við Nick Gibb, ráðherra gæðamála í skólastarfi í Bretlandi, um sameiginlegar áskoranir sem löndin standa frammi fyrir í menntamálum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta