Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk
Greiddar voru umönnunarbætur til foreldra um 83% fatlaðra barna yngri en 17 ára sem fengu þjónustu frá sveitarfélögunum árið 2012. Tæpur fjórðungur fatlaðs fólks með þjónustu sveitarfélaganna bjó í sérstökum búsetuúrræðum. Þetta og fleira kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar um þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk.
Árið 2012 veittu sveitarfélög 4.260 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fjölgað um 66 (1,6%) frá árinu áður. Af þeim sem fengu þjónustu voru 1.599 börn 17 ára og yngri (37,5%). Drengir voru fleiri en stúlkur í þessum hópi eða rúm 60%, enda voru þeir í miklum meirihluta í þessum aldurshópi (tæp 72%).
Tæpur fjórðungur fatlaðs fólks með þjónustu frá sveitarfélögunum, eða 983 einstaklingar bjó í sérstökum búsetuúrræðum árið 2012. Stærsti hluti hópsins eða rúm 45% bjó á heimili foreldra en rúm 31% í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.
Umönnunarbætur voru greiddar til foreldra um 83% barna sem voru með þjónustu frá sveitarfélögunum árið 2012, samtals voru þetta 1.325 börn 17 ára og yngri.
Um þetta og margt fleira má lesa í nýrri úttekt Hagstofu Íslands um þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk.