Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Alþjóðleg rannsókn á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna á sviði fjölmiðlunar vegna þáttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna.


Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna á sviði fjölmiðlunar vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna.

Rannsóknin heitir Worlds of Journalism Study og er alþjóðleg könnun á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna. Rannsóknin tekur m.a. til þeirra þátta sem nefndir voru í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, t.d. um starfshætti og siðferði í íslenskum fjölmiðlum. Áttatíu og fjögur lönd taka þátt í rannsókninni frá 1. mars 2012 til 31. desember 2014.

Hérlendis er rannsóknin samstarfsverkefni sjö kennara í fjölmiðlafræði og blaða- og fréttamennsku, við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hún er unnin innan Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Félags- og menntavísindadeild HÍ. Með þátttöku í rannsókninni geta fræðimenn hérlendis á sviði fjölmiðlarannsókna sett niðurstöðurnar í alþjóðlegt samhengi. Þá munu niðurstöðurnar einnig nýtast stjórnvöldum til stefnumótunar í málefnum fjölmiðla og veita upplýsingar um stöðu fjölmiðla hérlendis samanborið við önnur lönd, t.d. Norðurlönd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta