Boðað til fundar um nýtt regluverk fjarskipta og uppbyggingu 5G
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun boða til kynningarfundar föstudaginn 30. ágúst um stöðu og framtíð fjarskipta á Íslandi. Helstu viðfangsefni fundarins eru EECC-tilskipunin eða Kóðinn, sem er nýtt evrópskt fjarskiptaregluverk, og nýjar leiðir og áfangar í uppbyggingu á 5G netum á Íslandi.
Tveir fyrirlesarar frá Cullen International, fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við eftirlitsstofnanir á fjarskiptamarkaði, muna fjalla um helstu nýmæli kóðans og hlutverk eftirlitsaðila á fjarskiptamarkaði.
Sigríður Rafnar Pétursdóttir lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu fjallar um undirbúning að innleiðingu Kóðans í íslensk lög og loks munu fyrirlesarar frá Póst- og fjarskiptastofnun greina frá stöðu 5G mála á Íslandi, kynna væntanlegt samráð um tíðniúthlutanir ásamt því að fjalla um möguleika til samstarfs og samnýtingar á innviðum fjarskipta.
Fundurinn er haldinn á Grand hótel (Gullteigur) frá kl. 13:30-16:30 og er öllum opinn. Fundinum verður streymt beint á YouTube-rás PFS. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá þátttöku á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Dagskrá
- 13.30 - Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
- 13.45 - Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti: „Undirbúningur innleiðingar Kóðans í íslensk lög.“
- 13.55 - Veronica Bocarova, Cullen International: „The new European Electronic Communications Code in broad strokes. Different approach to market analysis and anew set of SMP remedies.“
- 14.35 - Matej Podbevšek, Cullen International: „The role of National Regulatory Authorities (NRA) and institutional set-up.“
- 14.55 - Kaffihlé
- 15.15 - Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar:„Möguleikar til samstarfs og samnýtingar á innviðum.“
- 15.35 - Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar: „5G - staðan á Íslandi og í Evrópu.“
- 16:05 - Umræður og spurningar
Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.