Hoppa yfir valmynd
11. október 2024 Utanríkisráðuneytið

Yfirmenn hermála norðurskautsríkja funduðu á Íslandi

Yfirmenn hermála á Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Kanada og Svíþjóð skoðuðu aðstæður á gossvæðunum við Grindavík. Hér eru þeir á varnargarði við Svartsengi. - myndLHG/Gunnar Flóvenz

Yfirmenn hermála á Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Kanada og Svíþjóð héldu fund á öryggissvæðinu í Keflavík á miðvikudag þar sem öryggismál á norðurslóðum voru til umræðu. 

Þeir fjölluðu um leiðir til að auka samvinnu ríkja á svæðinu, meðal annars til að bregðast við áskorunum tengdum loftslagsbreytingum, efnahagsumsvifum og aukinni skipaumferð. Þá ræddu þeir um mikilvægi þess að fylgjast vel með ástandinu á norðurslóðum í ljósi hernaðaruppbyggingar Rússa, tveimur og hálfu ári eftir allsherjarinnrás þeirra í Úkraínu.

Um er að ræða árlegan lykilfund milli náinna bandamanna til að stilla saman strengi, dýpka samvinnu og skiptast á upplýsingum. Ísland hélt fundinn að þessu sinni, en skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins var fundarstjóri og gestgjafi.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta