Hoppa yfir valmynd
9. október 2006 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 31. ágúst 2006

Fundargerð

Ár 2006, fimmtudaginn 31. ágúst, var haldinn fundur í mannanafnanefnd. Fundurinn fór fram í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Baldur Sigurðsson og Ágústa Þorbergsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

 

 

1.         Mál nr. 51/2006.      Eiginnafn:      Náttmörður (kk.)



Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Náttmörður (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Náttmarðar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Náttmörður (kk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á manna-nafnaskrá fyrr en beiðni um skráningu þess hefur borist Þjóðskrá.

 

 

2.         Mál nr. 52/2006.      Eiginnafn:      Xavier (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

 

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnafnið Xavier (kk.) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn ‘x’ er ekki hafður í upphafi orðs í íslensku. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera aðeins sex íslenskir karlar eiginnafnið Xavier að fyrra eða síðara nafni og er hinn elsti fæddur árið 1978. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Xavier uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Xavier (kk.) er hafnað.

  

 

3.         Mál nr. 53/2006.      Eiginnafn:      Julian (kk.)

 Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera níu íslenskir karlar eiginnafnið Julian sem fyrra eða síðara nafn og er sá elsti fæddur árið 1946. Með íslenskum körlum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Eiginnafnið Julian tekur íslenska eignarfallsendingu, Julians, og telst hafa áunnið sér hefð í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og c-lið 1. gr. vinnulagsreglna mannanafna-nefndar frá 1. júlí 2004. Julian telst vera annar ritháttur eiginnafnsins Júlían og skal fært sem slíkt á mannanafnaskrá.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Julian (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnskrá sem ritmynd eiginnafnsins Júlían.

 

 

4.         Mál nr. 54/2006.      Eiginnafn:      Kalina  (kvk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

 

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnafnið Kalina (kvk.) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé Kalína. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru aðeins þrjár konur skráðar með eigin-nafnið Kalina að fyrrra eða síðara nafni og er hin elsta fædd árið 1976. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ríkisfang þessara kvenna. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Kalina uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Hins vegar skal bent á ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn varðandi nafnrétt manna af erlendum uppruna en þar segir: „Sé annað foreldri barns erlendur ríkisborgari eða hafi verði það er heimilt að barninu sé gefið eitt eiginnafn og/eða millinafn sem víkur frá ákvæðum 5.-7. gr. ef unnt er að sýna fram á að hið erlenda nafn sé gjaldgengt í heimalandi hins erlenda foreldris. Barnið skal þó ávallt bera eitt eiginnafn sem samrýmist 5. gr.“ Í tilvikum sem þessum þarf ekki atbeina mannanafnanefndar til skráningar umbeðins nafns í þjóðskrá þar sem nafnið fer ekki á mannanafnaskrá.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Kalina (kvk.) er hafnað.

  

 

5.         Mál nr. 55/2006.      Eiginnafn:      Sókrates  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Sókrates (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Sókratesar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Sókrates (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess (Sókratesar).

 

 

6.         Mál nr. 56/2006.      Eiginnafn:      Minnie  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

 

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnafnið Minnie (kvk.) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé Minní. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera aðeins þrjár íslenskar konur eiginnafnið Minnie að fyrra eða síðara nafni og er hin elsta fædd árið 1943. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Minnie uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Minnie (kvk.) er hafnað.

 

 

7.         Mál nr. 57/2006.      Eiginnafn:      Þeba  (kvk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Þeba (kvk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Þebu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Þeba (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

  

8.         Mál nr. 58/2006.      Millinafn:        Elvan

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Millinafnið Elvan er dregið af íslenskum orðstofnum og hefur ekki nefnifallsendingu. Það hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Millinafnið Elvan uppfyllir þannig ákvæði 6. gr. fyrrnefndra laga.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um millinafnið Elvan er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

9.         Mál nr. 59/2006.      Eiginnafn:      Svani  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Svani (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Svana, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Svani (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

10.      Mál nr. 60/2006.      Eiginnafn:      Æsir  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Æsir (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Æsis, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Æsir (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess (Æsis).

 

 

 

11.      Mál nr. 61/2006.      Eiginnöfn:  Mario eða Marío  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

 

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnöfnin Mario og Marío (kk.) geta ekki talist rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé Maríó. Íslensk karlmannsnöfn enda yfirleitt ekki á –o. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera aðeins þrír íslenskir karlar eiginnafnið Mario að fyrra eða síðara nafni og er hinn elsti fæddur árið 1968. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnöfnin Mario og Marío uppfylla þar af leiðandi ekki ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á þau.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnöfnin Mario (kk.) og Marío (kk.) er hafnað.

 

 

12.      Mál nr. 62/2006.      Eiginnöfn:  Cesar  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

 

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnafnið Cesar (kk.) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn ‘c’ er ekki í íslensku stafrófi sbr. Stafsetningarorðabókina 2006, bls. 675. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera aðeins þrír íslenskir karlar eiginnafnið Cesar að fyrra eða síðara nafni og er hinn elsti fæddur árið 1963. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Cesar uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Cesar (kk.) er hafnað.

 

 

13.      Mál nr. 63/2006.      Eiginnafn:      Christa (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004 og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum:

 

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnafnið Christa (kvk.) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem samstafan ‘ch’ er ekki notuð í íslensku máli. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru aðeins tvær íslenskar konur skráðar með eiginnafnið Christa að fyrra eða síðara nafni og er sú eldri fædd árið 1972. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Christa uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Christa (kvk.) er hafnað.

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta