Mál nr. 71/2013, úrskurður 16. október 2013
Mál nr. 71/2013
Kenninafn: Svövudóttir
Hinn 16. október 2013 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 71/2013.
Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 1. október 2013, óskaði umsækjandi úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni þess efnis að taka upp móðurkenninguna Svövudóttir.
Ekkert í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.
Úrskurðarorð:
Fallist er á móðurkenninguna Svövudóttir.