Lítil og meðalstór fyrirtæki – tækifæri á innri markaði ESB
Utanríkisráðuneyti, Fastanefnd ESB á Íslandi og Evrópustofa halda málstofu þriðjudaginn 16. október nk. kl. 16:00 – 17:30 í tilefni af 20 ára afmælis innri markaðar ESB. Þar verður fjallað um tækifæri á innri markaðnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fulltrúar hagsmunaaðila og fyrirtækja munu ræða reynslu sína og þær áskoranir sem framundan eru. Fundurinn verður öllum opinn.