Hoppa yfir valmynd
3. desember 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Vinnumálastofnun mun greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda 5. desember næstkomandi í samræmi við reglugerð sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gefið út. Full desemberuppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu.

Rétt á desemberuppbót eiga þeir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember – 3. desember

Skilyrði og útreikningur á rétti til greiðslunnar verður með sama hætti og undanfarin ár. Full desemberuppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu. Tekið er mið af bótahlutfalli og fjölda mánaða á atvinnuleysisbótum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta