Laust embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands
Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands rann út föstudaginn 15. febrúar sl. Menntamálaráðuneyti bárust átta umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður,
dr. Eiríkur B. Baldursson, sérfræðingur,
dr. Eiríkur Smári Sigurðarson, sviðsstjóri,
Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri,
Ólafur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri,
Óskar Einarsson, skrifstofu- og rekstrarstjóri,
Torfi Jóhannesson, framkvæmdastjóri og
Þorvaldur Finnbjörnsson, sviðsstjóri.
Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2008.